Nú er búið að fara yfir og flokka síðustu kassana sem að komu með Flytjanda í dag. Búið er að loka gámnum og í fyrramálið fer hann í sitt langa ferðalag til Úkraínu. Endanleg tala fyrir árið 2010 er 3.701 skókassi 3.703 skókassar, en tveir kassar bárust nokkrum mínútum áður en gámurinn fór af stað.

Kærar þakkir til ykkar allra sem að lögðu hönd á plóg.

Einnig má sjá fréttir um verkefnið á heimasíðu KFUM&KFUK.