Lína Langsokkur með blöðrubrjálæði

  • Mánudagur 8. nóvember 2010
  • /
  • Fréttir

Lína Langsokkur fer í heimsókn í Hveragerði í kvöld í deildir hjá KFUM og KFUK. Hún mætir á svæðið með fullt fullt af blöðrum og það verður farið í marga blöðruleiki. Það eru um 50 krakkar í yngri deild og 50 krakkar í eldri deild. Það er mikið líf og fjör í deildunum í Hveragerði.