Lokaskiladagur verkefnisins á höfuðborgarsvæðinu er  í dag, laugardaginn 6.nóvember, í félagshúsi KFUM &KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík, frá kl. 11:00 til kl. 16:00. Léttar veitingar verða í boði, auk þess sem boðið verður upp á myndasýningu frá afhendingu skókassa  frá síðustu jólum í Úkraínu. Einnig verður hægt að lesa ferðasögur frá fyrri afhendingum skókassa. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Annars er það helst að frétta að mikið af kössum komu til okkar í gær frá einstaklingum, skólahópum og leikskólahópum. Búið er að flokka 1.200 kassa en við teljum að í húsinu núna á laugardagsmorgni séu um 2.000 kassar komnir í hús. Það verður spennandi að sjá hve margir kassar koma inn í dag og gaman verður að hitta ykkur sem sjá ykkur fært um að koma í  heimsókn til okkar. Við erum þakklát fyrir hvern kassa sem við fáum.

Ef farið er á heimasíðu KFUM&KFUK er hægt að sjá fréttir afhendingu skókassa í vikunni: www.kfum.is