Eftir viðburðaríkan mótttökudag í KFUM og KFUK húsinu við Holtaveg í dag, eru félagar í Bleikjunni og gott aðstoðarfólk rétt í þessu að setja 3.627 skókassa í gáminn sem fer til Úkraínu eftir helgi. Ekki er ósennilegt að nokkrir kassar bætist við á morgun og mánudagsmorgun áður en gámurinn fer í skip frá Eimskipafélagi Ísland áleiðis til meginlands Evrópu síðar í vikunni.
Við þökkum kærlega þeim hundruðum einstaklinga sem komu í KFUM og KFUK húsið í dag með góða gjöf sem gleður og þeim þúsundum sem tóku þátt í verkefninu. Frekari fréttir með endanlegum fjölda jólagjafa koma síðar í vikunni.