Föstudagurinn 5. nóvember er síðasti skiladagur á Suðurnesjum og á Akranesi. Nú eru bara 2 dagar í síðasta skiladaginn.

Öll kvöld þessarar viku hafa sjálfboðaliðar komið í hús KFUM&KFUK í Reykjavík til þess að fara yfir kassa, flokka þá og raða á vörubretti. Við fengum 3 vörubretti frá Flytjanda í dag með skókössum utan af landi sem við höfum verið að ganga frá í kvöld. Í þessum töluðum orðum er búið að fara yfir um 800 kassa. Vinnan gengur vel og við erum í góðu skapi.