Síðasta laugardag, 30. október var haldið glæsilegt fótboltamót í Reykjarnesbæ fyrir yngri deildir í KFUM og KFUK. Það var vel sótt og um 60 krakkar tóku þátt.
Rúta fór frá Reykjavíkursvæði kl. 12:00 til Reykjanesbæjar og mótið var haldið í Heiðarskóla. Það voru tveir riðlar, einn stúlku- og einn strákariðill, fimm lið í hvorum riðli. Mótið stóð til 17:00 og eftir það var farið í hús KFUM og KFUK í Reykjanesbæ að Hátúni 36 og var verðlaunaafhending þar og pizzuveisla.
Þau lið sem fóru með sigur úr býtum voru strákar úr deild úr Innri-Njarðvík og stúlkur úr deild úr Grindavík. Veitt voru verðlaunapeningar fyrir fyrstu þrjú sætin og bikarar fyrir 1. sætin í hvorum riðli. Í húsinu var glatt á hjalla og krakkarnir ánægðir með daginn.