Á morgun, laugardaginn 30.október 2010 verður knattspyrnumót æskulýðssviðs KFUM og KFUK haldið í Reykjanesbæ.
Knattspyrnumótið er í boði fyrir alla krakka á aldrinum 9-12 ára, sem taka þátt í starfi yngri deilda KFUM og KFUK á Íslandi. Þar gefst kjörið tækifæri til að taka þátt í skemmtilegum félagsskap og hollri hreyfingu.
Rúta á mótið fer frá félagshúsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28 í Reykjavík, kl.12 á hádegi laugardaginn 30.október. Heimkoma er á sama stað kl.18, sama dag.
Þátttökugjald á knattspyrnumótið er kr.700, en einungis er í boði að greiða það með reiðufé. Innifalið í gjaldinu eru veitingar.
Knattspyrnumótið verður haldið innandyra.
Ganga þarf frá skráningu á mótið, en hægt er að gera það hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899, eða hjá Þór Bínó eða Kristnýju Rós æskulýðsfulltrúum (netföngin
bino@kfum.is eða
kristny@kfum.is).
Allir krakkar, bæði strákar og stelpur, á aldrinum 9-12 ára eru velkomnir á knattspyrnumótið!
ATHUGIÐ: Athygli er vakin á því að knattspyrnumóti æskulýðssviðs á Norðurlandi, sem halda átti um helgina á Akureyri, hefur verið aflýst vegna veðurs og slæmrar veðurspár yfir helgina.