Hópur til Góðs var með Góðgætishlaðborð föstudaginn 22. október og yfirskrift þess var gefðu öðrum að borða með því að fá þér að borða!
Allur ágóði hlaðborðsins rann til styrktar kaupa á skólamáltíðum handa börnum á Suðurnesjum. Hlaðborðið var haldið í Háskóla Íslands og aðgangseyrir var 1.000 kr. – eitt verð – engin takmörk. Það mátti borða eins hverjum og einum lysti. Það söfnuðust alls 134.800 kr. á hlaðborðinu.
Styrkurinn var afhentur í Keflavík í Hátúni 26 í húsi KFUM og KFUK miðvikudaginn 27. október og stelpur á aldrinum 12-13 ára í deild KFUM og KFUK í Keflavík tóku á móti styrknum fyrir hönd Velferðarsjóðs Suðurnesja.
Hópur til Góðs er á facebook og í dag eru 86 meðlimir í hópnum. Frekari upplýsingar í netfangi kristny(hjá)kfum.is eða í síma 588-8899/665-2891.