Í kvöld, fimmtudaginn 28.október verður fundur hjá Aðaldeild (AD) KFUM, í félagshúsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28. Fundurinn hefst kl.20.
Fundurinn í kvöld er að þessu sinni í umsjón stjórnarmanna KFUM og KFUK á Íslandi, og hefur yfirskriftina ,,Gæðafélagið".
Guðmundur Karl Einarsson stýrir fundinum, upphafsbæn er í höndum Páls Ágústs Ólafssonar, og Tómas Torfason flytur hugleiðingu.
Að dagskrá fundar lokinni verður kaffi og kaffiveitingar til sölu á vægu verði, og gestir eru hvattir til að eiga saman góða og notalegastund. Allir karlar eru hjartanlega velkomnir.
AD stendur fyrir ,,Aðaldeild“, og er hluti af fullorðinsstarfi KFUM og KFUK á Íslandi. Rík og áralöng hefð er fyrir AD KFUM-fundum, sem eru fundir fyrir karla. Fundir AD KFUM eru öll fimmtudagskvöld í vetur í félagshúsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík kl.20. Allir karlar, á öllum aldri, eru hjartanlega velkomnir á fundina.
Nánari upplýsingar um AD-starf er að finna hér: www.kfum.is/ad-og-fjolskyldustarf/