Næsta sunnudagskvöld, 24.október, verður bænasamkoma á Holtavegi 28 í Reykjavík.
Tveir einstaklingar munu flytja vitnisburð, þau Berglind Ólöf Sigurvinsdóttir og Paul Jóhannsson. Arna Ingólfsdóttir mun stjórna samkomunni, Kristín og Snorri Waage verða samkomuþjónar og Gylfi Bragi hefur umsjón með tæknimálum.Rúna Þráinsdóttir sér um undirleik fyrir almennan söng. Eftir að samverunni lýkur verður sælgætis- og kaffisala á vegum KSS opnuð, og gestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman notalega og góða stund. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Í vetur verða sunnudagssamkomur í félagshúsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, hvern sunnudag kl.20. Fjölbreyttur hópur ræðumanna mun á samkomum vetrarins fjalla um Guðs orð út frá ýmsum sjónarhornum og lífleg tónlist er á hverri samkomu. Samkomurnar eru hugsaðar sem vettvangur til að eiga notalega og uppbyggjandi stund í vönduðu umhverfi. Það er stór hópur félagsfólks sem kemur að undirbúningi og framkvæmd hverrar samkomu; skipuleggjendur, tónlistarfólk, tæknimenn, ræðumenn, samkomuþjónar og gestir.
Það er gott að hefja vikuna á góðri stund með því að sækja sunnudagssamveru.