Í kvöld, þriðjudagskvöldið 19.október, verður AD KFUK-fundur á Holtavegi 28 í Reykjavík kl.20, með skemmtilegri og spennandi dagskrá. Yfirskrift fundarins er: ,,Guð dvelur í lofgjörð barna sinna". Þær Ragnhildur og Guðlaug Helga Ásgeirsdætur hafa umsjón með fundinum, og munu fjalla um lofgjörð í tónlist. Þetta er mjög áhugavert og skemmtilegt efni. Eftir að dagskrá lýkur eru fundargestir hvattir til að staldra við og eiga saman notalega og góða stund, en kaffi og kaffiveitingar verða til sölu gegn vægu verði. Allar konur eru hjartanlega velkomnar á fundinn.
AD stendur fyrir ,,Aðaldeild“, og er hluti af fullorðinsstarfi KFUM og KFUK á Íslandi. Rík og áralöng hefð er fyrir AD KFUK-fundum, sem eru fundir fyrir konur.
Fundir AD KFUK eru öll þriðjudagskvöld í vetur í félagshúsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík kl.20. Allar konur, á öllum aldri, eru hjartanlega velkomnar á fundina.
Nánari upplýsingar um AD-starf er að finna hér: http://www.kfum.is/ad-og-fjolskyldustarf/