Yfirskrift hópsins:
Sálmur 12:6:
„Vegna kúgunar lítilmagnanna, vegna andvarpa hinna fátæku rís ég nú upp,“ segir Drottinn, „og hjálpa þeim sem þjakaðir eru.“

Hópur til Góðs er með þennan ritningartexta að leiðarljósi og sem fyrirmynd. Þessi hópur er á vegum KFUM og KFUK á Íslandi. Meðlimir eru á öllum aldri og opið öllum þeim sem vilja láta gott af sér leiða.
Verkefni hópsins verða margþætt og markmið þeirra eru að þau muni hjálpa þeim sem þurfa hjálp, aðstoð eða stuðning. Verkefnin eru ákveðin í sameiningu og hverjum við hjálpum hverju sinni.


Góðgætishlaðborð: Gefðu öðrum að borða með því að fá þér að borða!
Fyrsta verkefni hópsins verður á föstudaginn 22. október og er það til styrktar börnum á Suðurnesjum með skólamáltíðir. Verkefnið verður góðgætishlaðborð sem verður haldið í Háskóla Íslands í byggingu VR II. Hlaðborðið verður frá kl. 11:00-14:00 og aðgangseyrir er 1.000 kr – eitt verð – engin takmörk. Það má borða eins hverjum og einum lystir.
Hópur til Góðs er á facebook og í dag eru 67 meðlimir í hópnum.

http://www.facebook.com/#!/group.php?gid=162252597118924
Það eru allir hjartanlega velkomnir í Hópur til Góðs eða að hjálpa til á góðgætishlaðborðinu. Frekari upplýsingar í síma 588-899/665-2891 eða í netfangi kristny@kfum.is