Um 700 unglingar, sjálfboðaliðar og leiðtogar tóku þátt í landsmóti æskulýðsfélaga kirkjunnar um helgina á Akureyri. Það voru deildir sem fóru frá KFUM og KFUK á Íslandi, frá Fella-og Hólakirkju, Garði, Grindavík, Hvammstanga, Hveragerði, Keflavík, Sandgerði og Vestmannaeyjum. Landsmótið var vel heppnað og krakkarnir hæstánægðir með það.
Þetta var fjölmennasta landsmót kirkjunnar síðan ÆSKÞ tók til starfa.
Yfirskrift mótsins var Björgum þrælabörnum á Indlandi úr skuldaánauð.