Fyrsti AD KFUK-fundur vetrarins var haldinn í Vindáshlíð síðastliðinn þriðjudag. Rúmlega sjötíu konur mættu á fundinn sem hófst með borðhaldi.
Þær Betsy Halldórsson, Guðfinna Guðmundsdóttir og Guðrún I. Kristófersdóttir, voru valdar sem heiðursfélagar Vindáshlíðar 2010 og þeim þökkuð ómæld störf í þágu sumarbúðastarfsins. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir og Æja, listakona héldu skemmtilega kynningu á bók sinni "Út í birtuna. Hugvekjur í máli og myndum" og Margrét Eir Hjartardóttir, söng af sinni alkunnu snilld. Hér til hliðar má sjá myndir frá fundinum.