Það mættu um 20 manns á fyrsta Ten Sing fundinn í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í gærkvöld kl. 19:30. Það var farið í marga leikræna tjáningarleiki og allir skemmtu sér konunglega. Fundurinn stóð í tvo klukkutíma og tíminn var allt í einu búinn því allir skemmtu sér svo vel og lifðu sig inn í leikina, t.d. fórum við í samuraja leik og nafnaleiki. Það er mikill spenningur fyrir næsta Ten Sing fundi á miðvikudaginn kl. 19:30-21:30.