TenSing er fjöllistastarf fyrir ungt fólk á aldrinum 15-20 ára.
TenSing er fyrir alla sem hafa áhuga á því að nota hæfileikana sína eða að kynnast nýjum hæfileikum.
Ten Sing byggir á þremur meginstoðum: Kristur, menning og sköpun.
Kristur: Markmið Ten Sing er að laða ungt fólk til fylgdar við Jesú Krist.
Menning: Í Ten Sing eru menning og viðhorf ungs fólks lögð til grundvallar,
Sköpun: Í Ten Sing viljum við leysa úr læðingi þann sköpunarkraft sem býr í ungu fólki.
Hópurinn skiptist í hljómsveit, tónlistarhóp, leiklistarhóp og danshóp.
TenSing æfingar eru á miðvikudagskvöldum kl. 19:30 í KFUM og KFUK húsinu á Holtavegi 28.
Það verður haldin sýning í febrúar 2011. Stefna er tekin á þátttöku á alþjóðlegu Ten Sing móti í Þýskalandi sumarið 2011. Þar er gert ráð fyrir 3.000 þátttakendum í mótinu.

Stjórn Ten Sing er skipuð þeim Gylfa Braga Guðlaugssyni, Helgu Sif Helgadóttur, Kristnýju Rós Gústafsdóttur og Þórði Sigurðarsyni.
Frekari upplýsingar má fá á kristny@kfum.is eða í síma 665-2891.
Vertu velkominn með !