Næstkomandi sunnudagskvöld, þann 3.október, verður fyrsta sunnudagssamvera vetrarins í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík.
Yfirskrift samkomunnar er: „Hverrar þjóðar ert þú?“ og ræðumaður kvöldsins er séra Sigurður Pálsson. Hljómsveitin Tilviljun?, sem skipuð er ungu hæfileikafólki innan KFUM og KFUK og KSS, sér um skemmtilegan tónlistarflutning. Eftir að samkomu lýkur verður sælgætis – og kaffisala á vegum KSS opin.
Í vetur verða sunnudagssamkomur á Holtavegi 28, hvern sunnudag kl.20. Fjölbreyttur hópur ræðumanna mun á samkomum vetrarins fjalla um Guðs orð út frá ýmsum sjónarhornum og lífleg tónlist er á hverri samkomu. Samkomurnar eru hugsaðar sem vettvangur til að eiga notalega og uppbyggjandi stund í vönduðu umhverfi. Það er stór hópur félagsfólks sem kemur að undirbúningi og framkvæmd hverrar samkomu; skipuleggjendur, tónlistarfólk, tæknimenn, ræðumenn, samkomuþjónar og gestir.
Það er gott að hefja vikuna á góðri stund með þessum hætti.
Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir á samkomur hjá KFUM og KFUK.