Vatnsframkvæmdir í Vindáshlíð hafa gengið vel fyrir sig nú í septembermánuði. Á dögunum fór þangað kraftmikið fólk sem samanstóð af þremur sjálfboðaliðum og pípara. Borið hefur á vatnsskorti í Hlíðinni að undanförnu.
Vatnsmál í Vindáshlíð eru komin í gott horf að svo stöddu, eftir að þetta góða verk, sem er styrkt af BYKO, var unnið. Þeim sem lögðu hönd á plóginn eru færðar þakkir fyrir.
Meðfylgjandi eru myndir af vatnsframkvæmdunum í september.