Undanfarnar vikur hefur starfsfólk leikskólans Vinagarðs, sem er starfræktur af KFUM og KFUK á Íslandi, unnið að undirbúningi flutninga á einni deild leikskólans milli húsa á Holtavegi í Reykjavík. Deildin Uglugarður tekur formlega til starfa í dag, 1.október, á jarðhæð í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 ("hvíta húsinu", eins og börnin á leikskólanum kalla það). Áður var deildin starfrækt í húsnæði Vinagarðs, sem er einnig við Holtaveg.
Í dag, föstudag 1.október, verður opnunarhátíð í nýju húsnæði deildarinnar Uglugarðs frá kl.15, þar sem foreldrum og forráðamönnum barna á leikskólanum Vinagarði er boðið að koma, þiggja kaffi og skoða nýju deildina þar sem skólahópur leikskólans verður með aðstöðu.
Undanfarna daga hafa börnin í skólahóp dvalið hluta úr degi í nýja húsnæðinu, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Foreldrar og forráðamenn barna á Vinagarði eru hvattir til að líta við á opnunarhátíð nýju deildarinnar í dag á Holtavegi 28 frá kl.15. Gengið er inn í þeim hluta hússins sem snýr að Laugardalnum og Vinagarði.