Kompás-námskeiðið, sem er mannréttinda – og lýðræðisfræðsla fyrir ungt fólk, hefst á Holtavegi 28 í Reykjavík, á morgun, 29.september. Æskulýðsvettvangurinn (samstarf KFUM og KFUK, BÍS og UMFÍ) stendur fyrir námskeiðinu, sem verður haldið dagana 29.september– 2.október 2010.
Athugið að aðeins eru örfá pláss eftir á námskeiðið. Áhugasamir eru hvattir til að ganga frá skráningu á námskeiðið sem fyrst, en skráning fer fram í gegnum tölvupóst á hjordis(hjá)kfum.is .
Á námskeiðinu kynnast þátttakendur bókinni Kompás, sem var nýlega þýdd á íslensku og hefur reynst vel í mannréttindafræðslu víða um Evrópu. Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem vilja nota Kompás-bókina í vinnu sinni með ungu fólki og leiðbeina öðrum um notkun hennar. Þjálfarar námskeiðsins koma frá Bretlandi, Serbíu og Íslandi.
Námskeiðið verður haldið í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28, Reykjavík dagana 29. september – 2. október 2010 kl. 8.30-17.00.
Þátttökugjald er kr. 9.000. Innifalið í því er Kompásbókin, hádegismatur og tveir kaffitímar þá daga sem námskeiðið er haldið. Gert er ráð fyrir 25 manns á námskeiðið. Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á www.kfum.is/namskeid eða hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899. Upplýsingar um texta bókarinnar Kompás er að finna hér: http://nams.is/kompas/ .