Það mættu um 40 krakkar á aldrinum 9-12 ára á YD (yngri deild) KFUM og KFUK fund á miðvikudag í Borgarnesi. Það voru mikil læti og fjör enda ekki við öðru að búast þegar 40 krakkar koma saman í leik. Það var farið í vatnsblöðrustríð utandyra og fannst krökkunum það rosalega gaman. Allir sem mættu ætla sko sannarlega að mæta aftur á fund YD KFUM og KFUK í Borgarnesi næstkomandi miðvikudag og ef til vill fleiri þegar fréttir af fjörinu sem var á fundinum berast á milli krakkanna í Borgarnesi.