Síðastliðið mánudagskvöld var gríðarlegt fjör þegar um 50 unglingar mættu á UD KFUM og KFUK – starf í Hveragerði. Allur fjöldinn var úti í leikjum við Hveragerðiskirkju þegar nágranni kirkjunnar sá allan þennan hóp í kringum kirkjuna og honum fannst eitthvað athugavert við það. Nágranninn hringdi í öryggisvöktun og starfsmenn þeirra mættu á staðinn. Þeir fengu að vita hvað var raun í gangi, það var æskulýðsstarf en ekki skemmdarverk á kirkjunni og starfsmennirnir fóru þaðan hlægjandi á meðan krakkarnir héldu áfram í Hókí-Pókí.

Á þriðjudagskvöldið í Fella- og Hólakirkju var fjörið ekki síðra hjá stelpum í YD KFUK starfi. Þangað mættu um 25 stelpur og þær fóru í leiki, hlustuðu á tónlist og kynntust hver annarri. YD – KFUK starfið í Keflavík í gærdag var einnig vel sótt, þangað komu um 20 stelpur. Þór Bínó æskulýðsfulltrúi KFUM og KFUK fór í heimsókn þangað og það var mikið fjör og gaman þar.