Í gærdag var mikil stemning og fjör í Innri Njarðvík, í Akurskóla hjá YD-KFUM og KFUK deild. Það mættu um 20 krakkar og þeim var skipt í hópa. Hver hópur fékk að setja á sig andlitsmálningu og út var farið í Tarzan leik. Hóparnir áttu að leita að einhverju ætu, skordýri og fleiru úti í náttúrunni. Þegar leiknum var lokið, fóru allir hóparnir upp á svið og sýndu það sem þeir höfðu safnað.