Fimmtudagskvöldið 16. september undirritaði Þór Bínó Friðriksson fyrir hönd KFUM og KFUK og Þorsteinn Eyþórsson formaður sóknarnefndar í Borgarnessókn samstarfssamning um æskulýðsstarf í Borgarnesi. Starfið byrjar með fullum þunga í næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn sem KFUM og KFUK verður með starf í Borgarnesi.
Starfið verður á miðvikudögum kl. 18:00 fyrir 9-12 ára og kl. 20:00 fyrir unglinga.

Unglingastarf KFUM og KFUK fer vel af stað og UD fundirnir vel sóttir. Það má meðal annars nefna að 45 unglingar mættu á fund í Hveragerði og 30 unglingar í Breiðholtskirkju og gríðarleg stemning var á þessum fundum, mikill spenningur og gleði.