Top Secret verður á þriðjudögum kl. 17:00-18:00 á Holtavegi 28. Þessi fundur er einungis fyrir kvenleiðtoga og félagsmenn KFUK. Þessi fundur er aðeins fyrir 18 ára og eldri. Á þessum fundum verður tónlist, tjáning, útrás, æfingar, dans, teygjur og samræður.
Hópurinn er lokaður og gildir algjör trúnaður innan hópsins. September verður prufumánuður en eftir hann verður hópurinn lokaður. Í hverri viku kemur nýr einstaklingur með tónlist sem snertir hann og honum langar til að deila.
Ef áhugi er fyrir því að halda sýningar þá verður það gert!
Tilgangur Top Secrets: að leiðtogar geti tjáð sig og sínar tilfinningar innan trúnaðar. Fengið útrás fyrir hinu andlega og líkamlega. Skemmt sér og eignast vinkonur.
Markmið Top Secrets: þroskast andlega, opna sig og hafa flæði í tilfinningalífinu. Fara inn á sjálf sitt og nær Guði.
Upplýsingar og skráningar hjá kristny@kfum.is eða í síma 588-8899.