Mæðgna- og mæðginaflokkur verður haldinn í Ölveri dagana 10.-12.september 2010. Þá býðst mæðrum, dætrum og sonum á aldrinum 6-99 ára að njóta samvista í yndislegu umhverfi Ölvers undir Hafnarfjalli. Dagskráin verður með hefðbundnu sumarbúðasniði þar sem haldnar verða kvöldvökur, farið verður í gönguferðir, heita pottinn og leiki. Einnig er þó gert er ráð fyrir frjálsum tíma á meðan á dvölinni stendur. Gleði og gaman verður í hávegum haft og boðið verður upp á fræðslustund fyrir eldri kynslóðina, og ýmsa leiki og samverustundir fyrir yngri kynslóðina. Morgunstundir og kvöldvökur verða í höndum starfsfólks sumarbúðanna í Ölveri.
Forstöðukona helgarinnar er Kristbjörg Heiðrún Harðardóttir, starfsmaður Ölvers.
Verð í mæðgna – og mæðginaflokk er kr. 6500 á mann. Innifalið í verði er fullt fæði og öll dagskrá. Athugið að engin rúta fer frá Holtavegi í Ölver, heldur er áætlað að ferðast sé á einkabílnum þangað.
Rétt er að hafa meðferðis búnað til útiveru s.s stígvél eða gönguskó, úlpu, regnföt, strigaskó, hlýja peysu, föt til skiptanna, húfu, sundföt og annað sem þið teljið nauðsynlegt. Einnig þarf að vera með sæng eða svefnpoka, kodda og lak.
Hægt er að ganga frá skráningum í mæðgna – og mæðginaflokk Ölvers hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 eða með því að smella hér: http://skraning.kfum.is/

Föstudagur 10. September
19:00 Kvöldmatur
20:30 Kvöldvaka
22:00 Kvöldkaffi
Laugardagur 11. September
9:00 Morgunmatur og fánahylling
10:30 Morgunstund
12:00 Hádegismatur
14:00 Fræðslustund fyrir mæður – "Hamingjan er best af öllu sköpunarverkinu" – Laura Scheving Thorsteinsson. – Brennó, skotbolti, fótbolti og leikir fyrir börnin.
15:30 Kaffi
16:30 Gönguferð og heiti potturinn
19:00 Kvöldmatur
20:30 Kvöldvaka
22:00 Kvöldkaffi

Sunnudagur 12. september
9:00 Morgunmatur og fánahylling
10:30 Undirbúningur fyrir samverustund
12:00 Hádegismatur
13:00 Samverustund
14:00 Frágangur, tiltekt og brottför