Vetrarstarfið byrjar 13. september!

  • Miðvikudagur 8. september 2010
  • /
  • Fréttir

Eftir helgi fer vetrarstarfið af stað og á fulla ferð. Leiðtogar deildanna eru að setja sig í stellingar og gera sig tilbúna fyrir veturinn. Leiðtogar eru að senda æskulýðsfulltrúum inn dagskrá deildanna fyrir haustið og í beinu framhaldi af því eru dagskrárnar settar inn á heimsíðuna, undir hverja deild. Á fyrsta fundi fá börnin skráningarblað með sér heim sem þau geta útfyllt og skráð sig í félagið, KFUM og KFUK. Á næstu dögum verður haustblað æskulýðsstarfs KFUM og KFUK sent út í hús til barnanna. Haustblaðið hefur að geyma viðburði, námskeið, nýjungar og starf vetrarins. Nóg er að gera í undirbúningi hjá æskulýðssviðinu á Holtaveginum.