Miðvikudaginn 8. sept. kl. 20.00 verður kynningarkvöld Alfa í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á Akureyri. Alfa námskeið samanstendur af 10 samverum sem verða á miðvikudögum kl. 18.00-20.30. Hver samvera hefst með léttum málsverði kl. 18:00. Síðan er kennt í um 45 mínútur og eftir kaffihlé eru umræður í hópum. Að lokum er helgistund. Á Alfa námskeiðinu gefst fólki tækifæri til að spyrja spurninga og taka þátt í skapandi umræðu um lífið og tilveruna. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru hjónin Dögg Harðardóttir og Fjalar Freyr Einarsson. Frekari kynning á vefnum. Áfram… Á sama tíma verður boðið upp á framhaldsnámskeið fyrir þá sem lokið hafa við Alfa 1. Á því námskeiði verður fjallað um boðorðin tíu undir yfirskriftinni "Tíu boðorð á 21. öld. Um kristna siðfræði" Leiðbeinendur á því námskeiði eru sr. Guðmundur Guðmundsson og Bjarni Guðleifsson. Frekari kynning á vefnum. Árfram… Skráning er í síma 462 6702 hjá Guðmundi í Kirkjubæ við Ráðhústorg kl. 10-12 alla virka daga eða í netfang hans: gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is