Athygli er vakin á því að hægt er að vitja óskilamuna frá nýliðnu sumri úr sumarbúðum og Ævintýranámskeiðum KFUM og KFUK í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík til 1. október 2010.
Símanúmer í Þjónustumiðstöðinni er 588-8899, og opnunartími hennar er alla virka daga frá kl. 9:00 til kl.17:00.
Eftir 1. október 2010 verður ósóttum óskilamununum ráðstafað.
(Þær sumarbúðir og námskeið sem þetta á við um eru: Vatnaskógur, Vindáshlíð, Kaldársel, Ölver, Ævintýranámskeið Holtavegi og Ævintýranámskeið Hjallakirkju).
Varðandi óskilamuni úr sumarbúðunum að Hólavatni, er hægt að vitja þeirra í félagsheimili KFUM og KFUK að Sunnuhlíð, Akureyri.
Varðandi óskilamuni frá Ævintýranámskeiði í Reykjanesbæ, gefur Sveinn Valdimarsson allar upplýsingar í síma 842-3610.