Helgina 17.-19. september verða Heilsudagar karla haldnir í Vatnaskógi. Heilsudagar eru ætlaðir körlum á aldrinum 17-99 ára. Tilgangur þeirra er að styrkja líkama, sál og anda. Líkaminn er styrktur með þátttöku í íþróttum, gönguferðum og vinnu í þágu Vatnaskógar. Andinn og sálin eru styrkt með erindum, bænastundum, kvöldvöku og messu.
Verð á Heilsudaga karla er kr. 6.900. Hægt er að ganga frá skráningu á
http://skraning.kfum.is eða í síma 588-8899.
Dagskrá Heilsudaga 2010
Föstudagur 17. september
16:00 Golfmót "VATNASKÓGUR OPEN" Leikið verður á Þórisstöðum* (fyrir þá sem vilja) – Umsjón:
Jón Ómar Gunnarsson19:00 Léttur kvöldverður
20:00 Erindi –
"Glíman við Guð":
Árni Bergmann rithöfundur21:30 Hreyfing: Innibolti, göngutúr, borðtennis, skák…
23:00 Kvöldhressing
23:30 Pælingar –
Sigurbjörn Þorkelsson 24:00 Bænastund í kapellu
00:30 Gengið til náða
Laugardagur 18. september
08:00 Vakið
08:20 Müllersæfingar og fánahylling
08:30 Morgunmatur
09:00 Biblíulestur –
sr. Bjarni Þór Bjarnason 10:00 Vinnutími í þágu Vatnaskógar
11:00 "Ellefukaffi"
12:00 Matur
12:30 Höllun
13:00 Vinnutími í þágu Vatnaskógar
15:30 Kaffi
16:30 Fótboltaleikur, slökun í heitu pottunum ofl.
19:00 Hátíðarkvöldverður
20:30 Hátíðarkvöldvaka
– Uppafsorð: Sverrir Axelsson
– Sjónvarp Lindarrjóður
– Vatnaskógur fyrir daga KFUM. Umsjón:
Þórarinn Björnsson – Söngur:
Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran og
Erla Björg Káradóttir sópran – Hugvekja:
22:30 Kvöldkaffi
Sunnudagur 19. september
09:00 Vakið
09:20 Müllersæfingar og fánahylling
09:30 Morgunmatur
10:00 Rútuferð í Lundareykjadal
11:00 Messa í Lundi í Lundareykjadal-
sr. Flóki Kristinsson 12:30 Hádegismatur
14:00 Heimferð
*Á föstudeginum verður í boði golfmót fyrir áhugasama. Leikið verður á golfvelli Þórisstaða sem er næsti bær til austurs við Vatnaskóg Tilkynna þarf sérstaklega ef menn hyggjast taka þátt hjá: jonomar(hjá)kfum.is eða í síma 866-7917.
Vallargjald kr. 1.500.- þarf að greiða sérstaklega.
Dagskráin gæti tekið breytingum þegar nær dregur.
Vinna í þágu Vatnaskógar
1. Nýir bekkir settir saman fyrir nýja setustofu í Birkiskála.
2. Skógur grisjaður, tjaldflatir stækkaðar, eldiviður hogginn.
3. Bókasafn Vatnaskógar yfirfarið.
4. Trjásnyrtingar, fíflastungur o.fl.
5. Vinna við Birkiskála II, þakkantur o.fl.
6. Skipt um glugga í anddyri íþróttahússins.
7. Brunnar á göngustíg hækkaðir.
8. Átakið „Speglum fjölgað í Vatnaskógi“.
9. Rafmagnskapall grafinn niður.
10. Línuhappdrætti Skógarmanna, aðstoð við útdrátt.
11. Hliðið málað.