Í gærkvöld, 1.september, mættu um 60 leiðtogar á Holtaveg 28 á KICK OFF, kynningarfund leiðtoga og æskulýðssviðs um vetrarstarf deildanna. Emil í Kattholti, Lína Langsokkur og fleiri af æskulýðssviðinu tóku á móti leiðtogunum með sápukúlum og baunum í fantagóðu skapi. Nýir æskulýðsfulltrúar voru kynntir til starfa, þau Kristný Rós Gústafsdóttir og Þór Bínó Friðriksson. Viðburðir í vetur voru kynntir, t.a.m. brennómót, fótboltamót og landsmót. Námskeið sem haldin verða í vetur voru kynnt og leiðtogar hvattir til að nýta sér þau. Fræðsluefnið fyrir veturinn í deildunum var rætt og skoðað. Norrænt æskulýðsmót sem verður haldið í Danmörku sumarið 2011, var kynnt . Það eru nýjungar í starfinu í ár, Top Secret-danshópur sem verður fyrir 18 ára og eldri kvenleiðtoga og Ten Sing-fjöllistahópur fyrir 15-19 ára krakka. Eftir fundinn beið leiðtoganna pizza og gos. Svo settust margir niður og settu saman dagskrá deildarstarfsins fyrir veturinn. Leiðtogar eru alltaf velkomnir á Holtaveginn og myndast hefur aðstaða fyrir þau með sófum og borðum uppi í Þjónustumiðstöðinni (á skrifstofunni). Í dag er svo KICK OFF – kynningarfundur æskulýðsstarfs KFUM og KFUK í Reykjanesbæ, kl.17 að Hátúni 36 í Keflavík.