Kaffisala í Ölveri sunnudaginn 22. ágúst

  • Miðvikudagur 18. ágúst 2010
  • /
  • Fréttir

Nú á sunnudaginn næstkomandi fer fram hin árlega kaffisala Ölvers sumarbúða KFUM og KFUK. Kaffisalan sem fram fer í sumarbúðunum er annáluð fyrir afar vandað kaffihlaðborð, þar sem borðin svigna undan hnallþórum, heitum réttum og ýmsum kræsingum. Foringjar sumarsins aðstoða við framreiðslu og þjónustu á kaffisölunni, sem er ein mikilvægasta fjáröflun starfsins.
Kaffisalan er opin frá 14-17:30 og allir að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.