Þessa dagana er undirbúningur vetrarstarfsins í fullum gangi en það hefst formlega mánudaginn 13. september og upp frá því verða vikulegir fundir með börnum og unglingum, víðsvegar um landið, í tæplega 50 félagsdeildum. Að sjálfsögðu væri þetta engan veginn mögulegt nema fyrir þá fjölmörgu sjálfboðaliða sem koma að starfinu í hverri viku og margir í þeim hópi hafa endurgjaldslaust starfað fyrir félagið í áratugi. Við erum alltaf opin fyrir því að bæta við okkur sjálfboðaliðum og sérstaklega hvetjum við félagsfólk í KFUM og KFUK til að skoða þann möguleika að vera með í vetur því eftirspurn eftir deildum er meiri en við náum að sinna með þeim fjölda sjálfboðaliða sem þegar hefur gefið kost á sér. Kannski getur þú gefið 2 klst í viku fyrir æskulýðsstarf félagsins og það orðið til þess að enn fleiri börn og unglingar fái tækifæri til þátttöku í frábæru félagsstarfi.
Ef þú vilt bætast í hópinn skaltu hafa samband við æskulýðsfulltrúa KFUM og KFUK í síma 588-8899 eða senda tölvupóst á bino(hjá)kfum.is