Í dag var veisludagur. Eftir vakningu fóru stúlkurnar í morgunverð og síðan fánahyllingu. Þar næst var biblíulestur og svo foringjabrennó þar sem sigurliðið í brennókeppninni keppti móti foringjunum. Síðan fengu allar stelpurnar að spila gegn foringjunum. Í hádegismatinn var smurt brauð og sólskinsskyr. Næst fóru stúlkurnar í heitapottinn og sturtu og fóru í veislufötin. Eftir veislukaffið var klárað að pakka í töskurnar og þær settar við bílastæðið. Í kvöldmatinn var dýrindis pizza og verðlaunaafhending. Sðan eftir það var undirbúningur fyrir kvöldvöku þar sem foringjar voru með atriði. Eftir veisluhöldin öll kom rútan og frábærri viku lokið. Takk fyrir okkur.