Sunnudaginn 15. ágúst kl. 14.30-17.00 er árleg kaffisala í sumarbúðunum Hólavatni. Á þessu ári er því fagnað að 45 ár eru frá stofnuð Hólavatns og hafa þegar borist margar peningagjafir í tilefni afmælisins. Mikið átak er framundan í því að ljúka við nýbyggingu sem risin er og er því mikil þörf fyrir fjármuni, fúsar hendur og fyrirbæn.
Á kaffisölunni verður ýmislegt í boði fyrir alla fjölskylduna, bátsferðir, hoppukastali og leiktæki. Allir vinir og velunnarar eru hjartanlega velkomnir.