Veislukvöldvaka í Vatnaskógi er nú að hefjast en matseðillinn er ekki af verri endanum eins og lesa má um að neðan. Drengirnir eru komnir í sitt fínasta púss vatnsgreiddir og fínir 😉
Síðasti sólarhringur hefur verið eftirfarandi í stykkorðum:
Bátar og vatnafjör, hermannaleikur, veiði í vatninu, bikarkeppni í fótbolta, úrvalslið drengja í knattspyrnuy gegn starfsfólki Vatnaskógar , ferðir á mótorbát með foringja, heimsókn stúlkna úr Ölveri sumarbúðum KFUK, frjálsar íþróttir, kvöldvaka, teiknikeppni, smiðja, kassabílar, tímaskynskeppni, brandarar og sögur, fræðslustundir, kapella, mikið af góðum mat og frábærir drengir.
50 myndir frá í gær virðast ekki hafa skilað sér inn í kerfið, vonandi næst að laga það seint í kvöld, meðan drengirnir sofa.
***
Sýrópsgljáður og
reyktur villigöltur
með fleygskornum kartöflubátum
og rjómalagaðri villisveppasósu.
Annað meðlæti:
Margskornir Ananashringir, grænar baunir, maiskorn og ferskt salat.
***
Allt þetta er borið fram með gleði og kærleika
Drykkir:
Appelsínulímonaði eða Pepsi Cola
Njótið vel
Starfsfólk eldhússins