Myndakerfið er nú komið í lag og hafa fyrstu myndirnar verið settar inn. Netsambandið hefur engu að síður verið að stríða okkur því gengur myndainnsetning hægar en við hefðum kosið.

Myndir má sjá hér:

http://www.kfum.is/nc/myndir/?g2_itemId=120901 Athugið að myndirnar birtast á undirsíðum en neðst og efst á síðunni eru lítil númer sem smellt er á til að skoða næstu síðu, um 160 myndir eru nú komnar inn.

Nánari fréttir af gærdeginum koma í hádeginu en matseðill gærdagsins hjá Hreiðari Erni var eftirfarandi:

Morgunmatur Heitt kakó ásamt smurðu hátíðarbrauði

Hádegismatur Baconvafinn svikinn héri með rjómalagaðri sósu ásamt fersku salati, rauðkáli og sultu.

Kaffi Jógúrtterta – súkkulaðismákökur og kryddbrauð

Kvöldmatur Hrísgrjónagrautur a la Vatnaskógur

Kvöldkaffi Kex og ísköld mjólk

Góð þáttaka hefur verið í frjálsum íþróttum og hér fylgir árangur þeirra sem hafnað hafa í fyrstu þremur sætunum:

Kúluvarp
Jakob Eggertsson 7.25 m
Garðar Thor Steinsen 6.80 m
Gnýr Elíasson 6.76 m

60 m spretthlaup
Birgir Steinn Jónsson 9.67 s
Bjarki Rúnar Sverrisson 10.25 s
Bjarki Steinn Bjarkason 10.37 s

Langstökk
Birgir Steinn Jónsson 3.50 m
Viktor Nói Kristinsson 3.41 m
Gunnar Helgi Hálfdánarson 3.15 m

Spjótkast
Jakob Eggertsson 17.58 m
Einar Sigurður Einarsson 17.20 m
Jón Árni Árnason 17.25 m

1500 m hlaup
Ólafur Bjarni Hákonarson 5:50.10 mín.
Árni Fannar Friðriksson 5:53.73 mín.
Kristófer Máni Jónsson 5:55:76 mín.

Kringlukast
Gunnsteinn Magnússon 14,65
Jakob Eggertsson 13,60
Hrafn Marcher Helgason 13,40

400m hlaup
Kjartan Marcher Dagsson 1,24 mín
Ólafur Bjarni Hákonarson 1,28 mín
Þorgeir Markússon 1,30 mín