Nú er fyrsti dagur flokksins að kveldi kominn og stúlkurnar steinsofnaðar eftir langan og spennandi dag. Dagskráin byrjaði á hádegisverði, dýrindis sveppasúpu, og síðan eftir að þær voru búnar að koma sér fyrir var farið í gönguferð um svæðið. Því næst var farið í ýmsa leiki fram að kaffi þar sem boðið var upp á köku og kleinu. Eftir kaffið var farið í brennó í íþróttasalnum og síðan fleiri leiki í lautunni fyrir neðan. Í kvöldmatinn var gómsætur fiskur í raspi með grænmeti og kartöflum. Eftir kvöldmat var síðan kvöldvaka með söngvum og leikjum undir stjórn Perlu foringja og hugleiðingu frá Ölmu foringja. Eftir kvöldhressinguna fóru stelpurnar að undirbúa sig fyrir svefninn og var mikil tilhlökkun að vita hvaða bænakona hvert herbergi fengi. Því miður kom svo í ljós að allar bænakonurnar „týndust“ í göngutúr um kvöldið þannig stelpurnar í hverju herbergi fyrir sig þurftu að taka höndum saman og finna bænakonuna sína. Eftir hamaganginn fóru þær síðan hver í sína kojum hlustuðu á sögu og báðu kvöldbænir.