Stelpurnar fengu að sofa út til klukkan 10 (voru margar vaknaðar) og fengu morgunmat. Þær fóru svo út á fánahyllingu og tóku til í herbergjunum sínum áður en biblíulesturinn hófst. Í hádegismat fengum við nautagúllas og kartöflumús. Eftir matinn var ákveðið að njóta sólarinnar niðri við Hafnará. Þær komu svo heim í kaffitímanum og eftir hann var smá vatnsstríð og þær renndur sér í „vatnsrennibrautinni“ okkar (byggingaplast bleytt með sápu og vatni!). Þær skemmtu sér mjög vel. Einnig var boðið upp á fótbolta og nokkrar fengu fastar fléttur í hárið.
Í kvöldmatinn var svo pasta og hvítlauksbrauð. Á kvöldvökunni var svo hæfileikakeppnin og hún var æðisleg. Það er alveg ljóst að hérna dvelja mjög hæfileikaríkar stúlkur. Eftir kvöldvökuna fengu dömurnar ávexti en mjög fljotlega var blásið í lúðurinn og stelpurnar beðnar um að klæða sig í yfirhafnir og skó. Það var búið að undirbúa „varðeld“ þar sem viðsungum og grilluðum sykurpúða. Um hálf12 leytið fóru svo bænakonurnar inn í herbergin og eru að koma öllum í ró núna.
Góður dagur að kvöldi kominn.
Þóra Jenny, forstöðukona.