Stelpurnar voru vaktar 9:30 í morgun og fóru í morgunmat kl. 10. Eftir morgunmat var að venju fánahylling og tiltekt á herbergjum. Biblíulestur fylgdi í kjölfarið. Stelpurnar hlusta mjög vel á morgunstundunum og taka vel undir í söngnum. Ef vel er hlustað má heyra röddun í nánast hverju einasta lagi, meira að segja í borðsöngnum okkar! J Eftir biblíulesturinn voru stelpurnar niðri í matsal að spila, uppi í sal að búa til vinabönd eða inni á herbergjum að kjafta, alveg þangað til við blésum í hádegismat en í dag bauð Súsanna ráðskona upp á fiskrétt í ofni.
Hárgreiðslu- og förðunarkeppnin var næst á dagskrá en stelpurnar voru mjög spenntar fyrir henni. Við vorum allar saman niðri í matsal og hlustuðum á Eurovision lög og þær sem vildu ekki taka þátt spiluðu eða fylgdust með. Keppnin stóð fram að kaffi.
Eftir kaffi kláruðum við brennókeppnina og stelpurnar kepptu í tveimur íþróttagreinum til viðbótar, köngulóarhlaupi og hoppi á „einari“ (öðrum fæti). Spilin í matsalnum eru mjög vinsæl og stelpurnar grípa í þau ef þær finna einhverja smugu í dagskránni.
Í kvöldmatinn var grjónagrautur og brauð. Eftir kvöldmat var komið að kvölvöku en það voru stelpurnar í Skógarveri sem sáu um skemmtiatriði kvöldsins og farnaðist þeim það vel úr hendi. Eftir kvöldvöku var þeim boðið upp á melónu og síðan fóru þær að hátta og tannbursta. En kvöldið var ekki búið því þegar allir voru komnir upp í rúm var blásið til videokvölds uppi í sal. Foringjarnir voru búnir að leggja dýnur á gólfið og stelpurnar komu upp með sængurnar sínar og kodda og horfðu á myndina Cinderella Story. Eftir myndina fóru þær upp í rúm enda þreyttar eftir daginn.
Takk fyrir okkur J
Þóra Jenny, fostöðukona.