Kæru foreldrar. Það er margt um manninn í Vatnaskógi þessa dagana eða um 82 unglingar sem taka þátt í flokknum. Allt hefur gegnið að óskum það sem af er og bryddað hefur verið upp á fjölmörgum skemmtilegum nýungum. Ber þar hæst Væpout keppni sem er byggð á hinum heimsfrægu sjónvarpsþáttum Wipe Out. Hópnum hefur verið skipt í sjö lið: höfuð, herðar, hné, tær, augu, eyru og munnur. Keppa liðin sín á milli á hverjum degi fyrir hádegi. Þegar hafa farið fram fjórar umferðir. Annars hefur margt verið gert m.a. farið í fjallgöngu upp á fjallið Kambur, keppt hefur verið á knattspyrnumóti, bandýmóti, í gærkvöldi var diskótek og í kvöld verður sundlaugapartý.
Flokkurinn hefur gengið mjög vel hingað til og hefur veðrið verið mjög gott.
Myndir úr flokknum munu birtast síðar í dag.