Í gær var morguninn með hefðbundnu sniði, á biblíulestrinum fengu þær að heyra um bók Guðs, hans mismunandi letur og svo hvernig við erum skrautskriftin. Íþróttir og brennóleikir voru á dagskrá og kepptu öll herbergin í brennó.
Eftir hádegismat var farið í ferðalag á Selfoss, þar fórum við í ísbúð, í sund og enduðum á lítilli lautarferð með nestið sem við tókum með okkur. Ferðin gekk mjög vel en þetta er nú einu sinni óvissuflokkur og við fengum smá óvænta uppákomu þegar það sprakk á dekkinu á rútinnu. Engan sakaði þó svo að okkur hafi öllum brugðið smá. Þegar við komum tilbaka var komið að kvöldmat sem voru hamborgarar.
Um kvöldið fengu stelpurnar að upplifa flóttamannabúðir í hermannaleik sem endaði á kvöldkaffi og hugleiðingu. Hugleiðingin fjallaði um okkur, hveru dýrmætar við allar erum og hversu einstakar við erum. Sama hvernig við erum þá fer Guð aldrei í manngreinarálit.
Þegar stelpurnar áttu von á að fara sofa var þeim komið á óvart með náttfatapartý sem stóð til að verða 1 um nótt. Stelpurnar fengu því útsof í morgun alveg til 11 fyrir þá sem vildu nýta sér það.
Enn er verið að reyna laga síðuna til að setja myndir inn og um leið og það kemst í lag koma þær inn.