Í dag var íþróttadagur. Stelpurnar voru vaktar í morgun og drifnar út í hressandi morgunleikfimi sem endaði með fánadansinum góða.Þær vory mishressar með þennan gjörning okkar en tóku þátt, þrátt fyrir að vera nývaknaðar og þreyttar. Morguninn leið svo eins og venjulega, morgunmatur, biblíulestur, brennó og hádegismatur. Þær fengu dýrindis kjötbollur í matinn.

Eftir hádegismat kepptu þær i hinum ýmsustu íþróttagreinum, eins og víðavangshlaupi, stígvélasparki, broskeppni, þriggjastaðahlaupi og ýmsu fleiru. Íþróttakeppnin stóð fram að kaffi en eftir kaffi fóru stelpurnar í heita pottinn eða sturtu og Hamraver undirbjó skemmtiatriði fyrir kvöldvökuna ásamt því aðskella sér í pottinn örlitla stund.

Eftir kvöldmat var kvöldvaka í boði Hamravers sem endaði með hugleiðingu. Þær fengu ávexti og fóru svo inn að hátta og tannbursta. Þegar flestar voru tilbúnar í rúmið var blásið til náttfatapartýs sem var að enda. Nú sitja foringjarnir á ganginum og syngja fyrir stelpurnar J
Með kveðju,
Þóra Jenny, forstöðukona.