Þær voru vaktar 8.45 og voru flestar ennþá sofandi. Fóru í morgunmat kl. 9.00 og eftir hann tóku þær til í herbergjunum sínum. Þær eru duglegar að taka til. Svo fóru þær á biblíulestur þar sem þær lærðu um fæðingu Jesús. Eftir það var farið út í góða veðrið í göngutúr að læk og þar var farið í berjamó. Þeim fannst það mjög gaman og bustluðu líka í ánni. Þegar þær komu tilbaka fóru þær í hádegismat og það var lasagna í matinn. Eftir matinn fóru þær í fjársjóðsleit og sjóræningjar komu og hjálpuðu þeim að leita. Fjársjóðurinn var popp fyrir alla. Veðrið lék við okkur, ekki of mikil sól og alveg logn. Í kaffi fengu þær bollur og jógúrtkökur. Eftir það fóru þær í brennó og svo máttu þær velja á milli leikherbergis (æfingar fyrir leikrit um kvöldið), berjamó eða vera úti að leika. Skyr með berjunum sem þær týndu var í kvöldmatinn og brauð. Á kvöldvökunni voru nokkrar stelpur með atriði og aðstoðarforingjar voru með tvö atriði. Þær skemmtu sér konunglega. Ávextir í kvöldkaffi og bænakonur fóru inná herbergin að lesa fyrir þær sögu og fara með bænir með þeim.