2. Dagur í Krílaflokki
Þær vöknuðu kl. 8.00 og sumar fóru út að leika því morgunmatur var kl. 9.00. Svo tóku þær til í herbergjunum sínum og gerðu sig tilbúnar fyrir biblíulestur. Á honum lærðu þær um upphafið, sköpun Guðs, Adam og Evu og Örkina hans Nóa. Þeim fannst mjög gaman að hlusta á þessar sögur og voru með fulla athygli. Svo fóru þær í göngutúr að Stóra stein, það var hressandi. Þegar þær komu tilbaka var komin hádegismatur og það var fiskur í matinn, þeim fannst það æði og borðuðu vel og mikið. Eftir það fóru þær í brennó og danskennslu. Í kaffinu fengu þær gulrótarköku og bananabrauð. Eftir kaffi tók potturinn svo við, og sturta. Svo fengu margar fastar fléttur í hárið og öllum greitt. Í kvöldmatinn voru pylsur. Á kvöldvöku sungu þær og foringjar komu og léku leikrit fyrir þær og þeim fannst það sprenghlægilegt. Í kvöldkaffi voru ávextir. Þær fóru upp í rúm og svo mættu foringjar í búningum og það var náttfatapartý! Við sungum og dönsuðum, sýndum dansinn sem þær lærðu um daginn, fóru á ljónaveiðar og fengu sykurpúða í gogginn. Svo fóru bænakonur inn á herbergin og ró var komin um 22.30.

Myndir frá 1. degi HÉRNA Myndir frá 2. degi HÉRNA