Í gær var ákveðið að kynna fyrir stelpunum stéttarskipingu heimsins. Að því tilefni fengu stúlkurnar að velja sig í hópa eftir áhugasviði. Boðið var upp á dans, söng, leiklist, listasmiðju og bakarahóp sem undirbjó kvöldkaffi. Þemað var heimurinn með áherslu á fjölbreytileik hans. Árangurinn var vægast sagt frábær. Stelpurnar sýndu afrakstur sinn á kvöldvökunni um kvöldið og listaverkin voru hengd upp í matsalnum.
Kvöldmaturinn var örugglega ógleymanlegur fyrir stúlkurnar. Ákveðið var að sýna stúlkunum muninn heims gæðum eftir því hvar maður er fæddur í heiminum. Hver stúlka dróg miða með nafni á landi, um 40 fengu Mósambik og aðeins hrísgrjón og vatn (sem þær þurftu sjálfar að sækja í lækinn) að borða. Þær höfðu ekkert annað en gólfið til að sitja á. Um 30 drógu Indland og fengu indversk hrísgrjón að borða en þurftu sjálfar að skammta sér sitjandi á pullum með pappakassa sem borð. Þeir 15 sem drógu Kambódiu fengu kryddaða súpu og brauð og urðu sjálfar að sjá um að skammta sér og borða upp úr krúsinni með brauðinu. Um 7 drógu Svíþjóð og fengu að sjálfsögðu sænskar kjötbollur með öllu meðlæti. Það voru aðeins tveir sem drógu Bandaríkin og fengu hamborgaramáltíð og kók ásamt einkaþjóni. Það sem þær ekki borðuðu var svo hent í ruslið þannig að hinar stelpurnar fengu að sjá hve miklu af mat í okkar vestræna heimi er hent. Að lokum fengu svo allar hamborgara að vild og engin fór svangur út.
Dagurinn heppnaðist vel og fengur stúlkurnar að heyra að það væri að sjálfsögðu eitthvað sem þær gætu gert til þess að breyta ástandinu í heiminum með eigin hegðun og bæn.