Vatnaskógi, sunnudaginn 25. júlí 2010.
Í Vatnaskógi er hvíldardagurinn haldinn heilagur, því fá drengirnir að sofa hálftíma lengur og eru vaktir kl. níu J. Í morgunmat var kornflögur, hafrahringir, mjólk, súrmjólk og heitur hafragrautur. Vegna þess að það var sunnudagur var haldinn guðsþjónusta í salnum í Gamla skála í staðinn fyrir morgunstund og biblíulestur. Þemað í prédikunni var kristniboð.
Eins og á flestum góðum íslenskum heimilum borðuðum við fínan mat á sunnudegi, sunnudagssteik. Bayonne-skinka með brúnuðum kartöflum, grænum baunum, maísbaunum, rauðkáli, salati og sósu. Eldhússtúlkurnar voru vel til hafðar og elduðu matinn með gleði og ástúð handa strákunum sínum J. Strákarnir tóku vel til matar síns eins og góðum Skógarmönnum sæmir.
Eftir hádegið var margt í boði, m.a. fór Bogi útileikjaforingi með nokkra stráka í tveggja tíma gönguferð að Eyrarfossi sem er fallegur foss í Laxá í Leirársveit en gangan að honum er mjög falleg og við fossinn er m.a. laxastigi. Í kaffinu voru kornflögukökur, skúffukaka og brauðbollur. Eftir kaffið fóru margir að vaða og kíktu svo í heita pottinn.
Í kvöldmat var hin sígilda og fjörefnaríka ávaxtasúrmjólk sem hefur verið á boðstólnum hjá Skógarmönnum í marga áratugi. Að sjálfsögðu var smurt brauð með henni. Eftir mat léku foringjar á móti úrvali drengja í knattspyrnu á stóra íþróttavellinum okkar. Strákarnir stóðu sig gríðarlega vel og sigruðu foringjana samanlagt 7-4 við mikla gleði og kátínu.
Á kvöldvöku voru úrslit í biblíuspurningakeppninni og stóð viðureignin á milli 1. og 2. borðs. 2. borð vann hana og urðu mjög glaðir. Strákarnir fóru að sofa um kl. ellefu sælir og glaðir.
Í dag var skýjað og þurrt, hæg SA-átt og hiti 15-18°C. Enn einn góðviðrisdagurinn.
Kær kveðja,
Salvar Geir forstöðumaður.
P.s.
Myndir frá deginum í dag má sjá hér:
http://www.kfum.is/nc/myndir/?g2_itemId=118014