Þær voru vaktar kl. 10.00 og mættu galvaskar í morgunmat og spenntar fyrir deginum. Á biblíulestri lærðu þær um bænina, hvernig þær geta nota hana og um Guð besta vin okkar sem er alltaf til staðar fyrir okkur. Svo var brennó og hádegismatur, það var fiskur í matinn. Þegar blásið var í lúðurinn fórum við í Fjársjóðsleit í Ölveri. Sjóræningjar komu og hjálpuðu okkur í leitinni. Í kistunum var sleikjó, brjóstsykur, rúsínur, Jesúmyndir, vatnsblaðra, kossar frá foringjunum á servettu og mjög gamlar bækur sem Ölver á (sem við lásum uppúr á kvöldvöku). Þær voru alsælar með fjársjóði sína. Svo kom kaffi og Valgerður Jónsdóttir á afmæli í dag og fengu stelpurnar afmælisköku og sungu fyrir hana. Eftir það fórum þær í íþróttakeppnir og svo í pottinn og sturtu. Í kvöldmatin fengum þær hakk og pasta sem var rosa gott. Kvöldvakan var með venjulega móti, 2 herbergi voru með atriði og svo sungum við. Þegar bænakonur mættu í herbergin sín voru þær kallaðar fram vegna alvarlegs máls. Við kölluðum stelpurnar saman í matsal og sögðum þeim frá gangi mála. 2 jólasveinar voru týndir og þær áttu að finna þá til að bjarga jólunum. Þær gerðu þrautir og svo kom Hurðaskellir og Þvörusleikir í heimsókn og þær dönsuðu og sungu með þeim, þeir voru fundir.