Í morgun vorum þær vaktar 9.30 og þeim sagt að það væri Aðfangadagur. Foringjarnir voru fínt klæddar og flottar. Fóru í morgunmat og svo á biblíulestur og þar lærðu þær um fæðingu Jesús sem foringjar settu upp í leikrit. Einnig skrifuðu þær nafn sitt á stóran pappa og pappinn var lófi Guðs, nöfn þeirra eru rist í lófa Hans. Svo var brennó. Í hádegismat var möndlugrautur og möndlugjöf fyrir stelpuna sem fékk möndluna. Eftir hádegi var hárgreiðslu og förðunarkeppni, það var rosa skemmtilegt. Þær fóru svo á kaffihús Ölvers og þar var margt í boði, kökur, salöt, snittur og meira. Eftir kaffi fóru þær í göngu og það var smá úði úti. Í kvöldmatinn var dýrindis matur, Bayonerskinka og með því. Þeim var óskað gleðilegra jóla í matnum. Svo fengu þær pakka eftir matinn og í honum var Prins Polo, nammi! Kvöldvakan var skemmtileg, 2 herbergi voru með atriði og svo léku foringjar jólasögur sem stelpurnar höfðu skrifað. Eftir vökuna fórum við niður í piparkökur og kakó. Þetta voru góð og skemmtileg jól. Komin ró í Ölver kl. 23.00.