Þá er komið að lokum hér í Vindáshlíð. Veisludegi senn að ljúka og stelpurnar á leið í bólið.
Dagurinn byrjaði á hefðbundinni dagskrá. Eftir morgunmat var bibíulestur þar sem lærðu um hvernig þær geta haldið sambandi við Jesú eftir að þær fara héðan. Fyrir hádegismat var komið að úrslitaleikjum í brennó og stóð Hamrahlíð uppi sem brennómeistarar.
Í hádegismat var ávaxtasúrmjólk og brauð. Svo var komið að langþráðum brennóleik þar sem foringjar kepptu á móti Hamrahlíð.
Eftir kaffitímann var haldin hárgreiðslukeppni og ég held að allar stelpurnar hafi tekið þátt með mjög svo frumlegum greiðslum.
Í veislumatinn var pizza og er vægast sagt að stelpurnar hafi verið ánægðar. Kvöldvakan í kvöld var haldin af foringjum, þær léku nokkur leikrit og sungu svo Vindáshlíðaragið í ár og sýndu dans með.
Nú eru stelpurnar komnar í rúmið og þegar þær vakna verður komið að heimferðardegi. Stelpurnar eru ekki þær sömu og komu hingað fyrir viku. Þær hafa tekið út ótrúlegan þroska enda margar að fara að heiman í fyrsta skipti. Þetta er yndislegur flokkur stúlkna sem vonandi koma aftur að ári liðnu.